Nítjándi þáttur – ÍR í Egilshöll og Operation Pepsi Max rúllar af stað

Strákarnir eru byrjaðir að æfa og við hinir strákarnir sem kunnum ekki að æfa mættum til að horfa þegar nýtt Leiknislið mætti ÍR í hinum árlega minningarleik um Hlyn Þór Sigurðsson, ÍR-inginn sem lést fyrir 10 árum á æfingu með nágrannaliðinu okkar. Ljónin ræddu í stúkunni um allt sem hefur gengið á síðan flautað var af í haust og eru spenntir að fylgja liðinu í vetur. Sólon Breki tók stutt spjall í hálfleik og óhætt er að segja að öllum tengdum klúbbnum sé létt að boltinn er farinn að rúlla aftur, þó langt sér í næsta Íslandsmót. 
#ÁframLeiknir 

CategoriesÓflokkað