Einar Vilberg

Einar Vilberg tónlistarmaður, upptökustjóri og forsprakki rokksveitarinnar NOISE er gestur minn í sjötta þættinum af AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK!  
 
Hann hefur marga fjöruna sopið í tónlistinni og rekur nú einnig hið magnaða studíó Hljóðverk. Þar hefur hann tekið upp og hljóðblandað listamenn eins og Skálmöld, Dr. Spock, Dúkkulísurnar, Svavar Knút, The Vintage Caravan, Úlf Úlf, Dimmu, Paunkholm og Lay Low, svo örfáir séu nefndir.

Í þættinum heyrum við af því þegar rafmagnið fór af Dillon á sama tíma og erlendir tónleikahaldarar voru mættir til landsins sérstaklega til að sjá NOISE á tónleikum, nýju plötunni sem hefur verið tekin upp nokkrum sinnum alveg frá grunni, sóló-laginu sem endaði í einni vinsælustu íslensku sjónvarpsseríu seinni ára og hvernig tilfinningin var að koma við eitt frægasta upptökuborð (mixer) tónlistarsögunnar. 
 
Einar segir okkur líka hvernig tónlistarferill föður hans gerir það að verkum að fólk heldur að hann sé búinn að vera í bransanum í tæp 50 ár, hvað varð til þess að NOISE spilaði óvænt á Gay Pride hátíð í Bretlandi, hvernig starf upptökustjóra á Íslandi er í raun og veru, afhverju hann eldaði kjötsúpu fyrir Mark Lanegan sem leiddi svo til samstarfs við strengjasveitina hans og hvernig hann endaði í Foo Fighters hljóðverinu í Los Angeles þar sem hann djammaði með Stone Temple Pilots.

Þetta og svo margt, margt, margt fleira í AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK!  
 
Hér er svo linkur á Spotify playlista sem geymir allskonar tónlist sem tengist spjallinu okkar í þættinum: https://open.spotify.com/playlist/4NDyKiA9aaV6xyqTlahMye?si=nTErT9UrSf6nkBjFsz5lYQ
 
www.hlynurben.net

CategoriesÓflokkað