Óli Palli

Ólafur Páll Gunnarson, eða Óli Palli á Rás 2 eins og margir þekkja hann, er einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar.
Í gegnum þætti eins og Rokkland, Poppland, Fuzz og Stúdíó A hefur hann glatt þjóðina og haldið á lofti tónlist, jafnt íslenskri sem erlendri, í áraraðir.
Mér þótti því tilvalið að fá Óla Palla sem gest í fyrsta þáttinn af AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK!

Heimapartý með Ivan Rebroff, fuglaskoðun í frímínutum, 1001 nótt, fyrstu plötukaupin, kaffi með Johnny Rotten, skróp í leikfimi, Chris Martin og U2 frænkur, lífstíðarpassi í bíó, erfiðasta útvarpsviðtalið, klarinett og barnakór, hvernig hann slysaðist til þess að verða útvarpsmaður, stóð einu sinni á sviðinu hjá Iron Maiden með James Hetfield og margt, margt fleira!
Já, það kom ýmislegt áhugavert og stórskemmtilegt fram.

Hér er svo linkur á Spotify playlista sem geymir allskonar tónlist sem tengist spjallinu okkar í þættinum: https://open.spotify.com/playlist/0nHd0niGIDGVReOkPoZt6s?si=E05zxTjdTf-9cUnziNfBUg

www.hlynurben.net

CategoriesÓflokkað