Sjöundi þáttur – KR-ingarnir þrír og félagsfræðingurinn eini

Í sjöunda þætti Ljónavarpsins komu KR-ingarnir þrír í heimsókn til Snorra og Halldórs. Þeir Gyrðir Hrafn, Hjalti og Stefán Árni ræddu muninn á Frostaskjóli og Austurberginu, tímabilið hingað til, bestu stöður sínar og margt fleira. Svo mætti Egill Þór Jónsson í stuðningsmannaspjallið og ræddi við Snorra um félagsfræðina á bakvið liðið sem fór í Pepsideild sumarið 2014 en hann gerði BA ritgerð  um nákvæmlega það. 

CategoriesÓflokkað