Boltinn á Norðurlandi: Afmælissigrar hjá Blö og yfirburðir KF – Dapurt hjá Þór, KA og Magna

10. júlí 2020

Í þættinum fara þeir Aksentije Milisic og Sæbjörn Þór Þórbergsson yfir leikina í miðri viku. Bæði lið Tindastóls sigruðu sína leiki, KF heldur sínu taki á Dalvík/Reyni og Völsungur fékk sitt fyrsta stig.

Síðustu leikir voru ekki góðir fyrir Þór, KA og…

Jóga – Litbrigði jarðarinnar

10. júlí 2020

Björk – Jóga Stærsta poppstjarna Íslands fyrr og síðar er tekin fyrir í dag. Snúðarnir, hvíta dúnúlpan, textúrinn, vefnaðurinn. Ferill Bjarkar er fínofinn og verður aldrei greindur til hlítar, en sumir þræðir eru meira áberandi en aðrir. Björk er útpæld, verk hennar eru gagnrýnendakonfekt og tengsl hennar við stór þemu eins og umhverfisvernd og frelsisbaráttu […]

Hannes Þór Halldórsson og lengsta afmæli sögunar hjá Blö

9. júlí 2020

Við fengum Hannes Þór Halldórsson til okkar og ræddum aðalega Pepsi og landsliðið. Hugi var þunnur eftir lengsta afmæli í sögu sólkerfisins, þið vonandi fyrirgefið honum það. Við komumst að því að Hannes keyrði á mann í Azerbaijan og þurfti að “halda” …

Ræktaðu garðinn þinn – #12 – Drukkna hjákonan – 8. júlí 2020

8. júlí 2020

Vilmundur Hansen fjallar um bóndarósir, sögu þeirra og ræktun. Bóndarósir eru yfirleitt auðveldar í ræktun eftir að þær hafa komið sér fyrir. Plantan er langlíf og líður best ef hún fær að standa lengi óhreyfð á sama stað.

Everybody Wants to Rule the World – Tvö skott, miskunnarleysi, náungakærleikur er fyrir aumingja

3. júlí 2020

Tears for Fears – Everybody Wants to Rule the World Charles Chaplin bítur í grænt epli í útlegð sinni í Manoir de Ban við Genfarvatn. Ólívutanaður Ísraeli klístrar á sig Ray Ban Aviators og snýr sveif í skriðdreka sem er í þann mund að storma inn í Líbanon. Þristur í lágflugi yfir túndrum Síberíu. Maður […]

#54 Skoðanir Benedikts Andrasonar

3. júlí 2020

www.patreon.com/skodanabraedur
Talandi um leikinn, hér er máttarstólpi. Karlmaður vikunnar er Benedikt Andrason, Benni Andra semsagt. Jafnvígur á þónokkra veruleika og hliðarveruleika, graff, tattú, dópshit og á þeim nótum, laxveiðar. Nokkrar ár sem re…

19. Gunnur Líf Gunnarsdóttir – Samkaup

2. júlí 2020

Gestur þáttarins kom í heimsókn í Nóa Síríus-stúdíóið í Podcaststöðinni og heitir Gunnur Líf Gunnarssdóttir og er framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum. Við Gunnur ræddum um öfluga vinnustaðamenningu hjá Samkaup, hvað liðsheildin er sterk og hver…

#88 Silja Úlfarsdóttir

2. júlí 2020

Hlaupadrottning Íslands og afreksþjálfarinn Silja Úlfarsdóttir er gestur Spekinga þessa vikuna. Eftir að hafa drottnað yfir hlaupabrautum landsins snéri hún sér að þjálfun og hefur þjálfað bestu íþróttamenn landsins. Í fyrsta sinn mættu Spekingar ofjar…

Guðjón Þórðar part 2, dómarar girða sig og er Gunnar Nielsen á sveppum ?

2. júlí 2020

Okkur fannst svo gaman að tala við Gauja um daginn að við fengum hann bara aftur. Fórum yfir stöðuna á móðurmáli og hristum Pepsi Max flöskuna vel og lengi. Guðfaðirinn ræddi stöðuna af sinni alkunnu snilld og tók enga fanga. Ræddum meira að segja Fire…

Hismið – Við erum öll Euroshopper

1. júlí 2020

Í Hismi vikunnar förum við yfir úrslit forsetakosningana og vandaða kosningavöku RÚV, afglæpavæðingu fíkniefna, Englandsmeistaratitil Liverpool, Euroshopper vörurnar og markaðssetningu á nýju ítölsku pasta sem Árni ætlar að setja á markaðinn, ásamt því…

GELLUSÁLFRÆÐI MEÐ KRISTÍNU HULDU

30. júní 2020

Í þessum þætti af Við Vitum Ekkert töluðum við stelpurnar við Kristínu Huldu. Kristín er menntaður sálfræðingur, fyrrverandi formaður Hugrúnar geðfræðslufélags og almennt bara frekar svöl pía!  

Fylgið okkur á instagram :  https://www.instag…

Koma svo! – Virkar að sleikja spínatblað?

28. júní 2020

Í þrítugasta og fimmta þætti Koma svo! er rætt við Ragnhildi Þórðardóttur, sálfræðing með áherslu á heilsusálfræði og einnig lærðan einkaþjálfara. Hún er þekkt undir nafninu Ragga nagli, býr í Danmörku og hefur boðið upp á sálfræðimeðferð og fjarþjálfu…

Norwegian Wood & Fourth Time Around – Þegar Guð steig niður

26. júní 2020

Bítlarnir – Norwegian Wood (This Bird Has Flown)Bob Dylan – Fourth Time Around Turnarnir tveir í sexunni voru Bítlarnir og Bob Dylan. Og það er ekki lítið að hafa verið turn í sexunni því í sexunni þróaðist tónlist mikið. Hún dýpkaði og tók inn ýmsa eiginleika sem áður voru framandi í dægurtónlist. Hún hætti að […]

#53 Skoðanir Andreu Rafnar

26. júní 2020

Það er ekki óskiljanlegt að sá sem gerir tilraun til þess að byrja að æfa fótbolta of seint og lendir í trámatísku áfalli og allsherjarhöfnun verði varanlega fráhverfur íþróttahreyfingunni til lengri tíma í kjölfarið og leggi sig jafnvel í líma við að …

Hljóðskrá ekki tengd.
dópamín

66. Hamingjan

26. júní 2020

Samstarfsaðilar þáttarins eru • BioKult • Krónan • Collab • Allir alltaf á harðahlaupum að leita af hamingjunni maðör! Þetta fyrirbæri er margumtalað og mjög eftirsótt – en af hverju er stundum svona erfitt að ná í rassinn á hamingjunni? Þarf þet…

Hljóðskrá ekki tengd.

Þáttur 34 – Bylga Borgþórs úr Morðcastinu – Ættleiðing, réttlæti, líkamsímynd & Eurovision

25. júní 2020

Bylgja Borgþórsdóttir sló rækilega í gegn á hinu vinsæla Morðcasti með geggjuðum persónuleika, einlægni og réttlætiskennd. Í þessum þætti fáum við að kynnast henni betur og förum við yfir hin ýmsu mál eins og ættleiðingaferli son hennar, gröfum djúpar …

Arnar Þór Viðarsson, Jói Kalli og Arnar Gunnlaugs

25. júní 2020

Fengum Arnar Þór Viðarsson. Ræddum afreksstarf, gervigras og þau skref sem yfirmaður knattspyrnumála vill taka til að lyfta íþróttinni á næsta level. Heyrðum í Jóa Kalla um leikinn vs. KR í næstu umferð Pepsi Max. Arnar Gunnlaugsson var sömuleiðis á lí…

Svefn II: “Er þetta eitthvað svona mömmviskubit?”

24. júní 2020

Þórunn & Alexsandra eru mættar með þátt sem átti að fjalla um svefn en fjallar um mammviskubit. Þær ræða hvernig svefninn hefur verið upp á síðkastið og koma inn á mammviskubitið sem nagar eflaust alla foreldra.Þokan er í boði Nine Kids og Dr Teal’…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #13 – 23. júní 2020

23. júní 2020

Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr dregur ekki af sér að segja frá því sem hefur á daga hans drifið síðustu vikur. Boltaleikur við hundinn Klaka dró dilk á eftir sér eins og Jón rekur ítarlega í nýjasta hlaðsvarpsþætti Kaupfélagsins. „Ég er hérna með tvö þét…

Sumarbomba Hismisins

23. júní 2020

Í Hismi vikunnar förum við yfir forsetakosningarnar sem framundan eru og greinum frambjóðendurnar, kosti þeirra og galla ásamt því að spá í spilin fyrir helgina. Þá ræðum við opnum Íslands, skjálftavirknina á Norðurlandi, skærur í borginni og muninn á …

#52 Stóra smáhýsamálið, kitla

23. júní 2020

Stökkvið um borð í bræðralagið til að gangast á hönd hinum eina og sanna djús. Hér er átt við www.patreon.com/skodanabraedur, þar sem aðgangur fæst að tvívikulegum alvöru Skoðanabræðraþáttum, víðsfjarri ráðamönnum þjóðarinnar og þeirra formlegheitahjal…

Hljóðskrá ekki tengd.

BATNANDI MÖNNUM ER BEST AÐ LIFA

23. júní 2020

HALLÓ! Í þessum fyrsta þætti af annarri þáttaröð af Við Vitum Ekkert tölum við stelpurnar um allt það sem hefur gengið á hjá okkur síðustu mánuði og förum yfir okkar “faves” frá síðustu vikum. 
Fylgið okkur á instagram @vidvitumekkert <3  …

Víða ratað með Sveini Margeirssyni – #12 – Kormákur – 19. júní 2020

22. júní 2020

Nýsköpun í ferðaþjónustu er áframhaldandi viðfangsefni í hlaðvarpsþættinum Víða ratað með Sveini Margeirssyni. Kormákur Hermannsson er framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Basecamp Iceland. Hann hefur langa reynslu af nýsköpun og hefur byggt upp…

Ræktaðu garðinn þinn – #11 – Berin best úr eigin garði – 18. maí 2020

22. júní 2020

Í þessum þætti fjallar Vilmundur Hansen um ber.
Ber eru góð á bragðið, það er gaman að rækta þau og það er auðveldara en marga grunar. Flestar berjaplöntur gefa betur af sér séu þær ræktaðar í frjósömum og deigum jarðvegi sem blandaður hefur verið með …

Afmæli og veislur

Skírnarveisla

20. júní 2020

Á 17.júní var sonur okkar Sæþórs loksins skírður. Hann fékk nafnið Bjarki Snær Fannberg. Til stóð að skíra litla snúðinn 13.apríl sem var annar í páskum en Covid sló það alveg útaf borðinu. Þá hefðu þau systkini. átt sama skírnardag en 2017 var 13.apríl einmitt Skírdagur og þá var Embla Ýr dóttir okkar skírð. Þar sem Bjarki er fæddur 22.október var hann orðinn ansi gamall en sem betur fer ákváðum við að nefna hann 5.desember svo hann hefur ekki verið nafnlaus allan þennan tíma. Hann sem betur fer passaði ennþá í kjólinn en þar sem hann er orðinn svo stór og kjóllinn ansi sleipur var hægara sagt en gert að halda á honum meðan athöfnin var í gangi og mér leið smá eins og ég væri með lax í fanginu haha. Eins og þeir sem þekkja mig vita er ég alveg veisluóð og að sjálfsögðu stóð aldrei til að sleppa því að halda veislu þó Covid væri eitthvað að trufla og í byrjun júní ákváðum við að 17.júní væri snilldardagur fyrir þetta. Þar sem sá dagur kom upp í miðri viku vorum við ekki að skemma helgarplön hjá fólki sem var á leiðinni útá land og því var mjög góð […]

Hljóðskrá ekki tengd.